Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. desember 2012
Prenta
Rafmagnslaust um áramót í Árneshreppi.
Á svæði 3 er ástand rafmagnsmála þannig að Árneshreppur er enn rafmagnslaus og ekki miklar líkur á að það lagist á þessu ári miðað við veðráttu. Búið er að koma rafmagni á alla byggða bæi á þessu svæði að öðru leiti en vitað er um nokkra sumarbústaði rafmagnslausa. Í Ísafjarðardjúpi er komið á rafmagn frá Sængurfossvirkjun í Mjóafjörðinn að Látrum og ástandið er þannig að virkjunin ræður ekki við það sem eftir er af svæðinu. Starfsmenn OV eru að taka sumarbústaði á línunni frá og á þá að reyna að hleypa rafmagni á þá bæi sem búseta er á. Allt tiltækt varaafl er notað á þessu svæði. Segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.
Þannig að það lítur út fyrir að rafmagnslaust verði í Árneshreppi nú um áramótin. Það birti aðeins upp fyrir hádegið og gerði ísingu og él og síðan gerði bullandi snjókomu aftur þótt vind hafi lægt talsvert.
Þannig að það lítur út fyrir að rafmagnslaust verði í Árneshreppi nú um áramótin. Það birti aðeins upp fyrir hádegið og gerði ísingu og él og síðan gerði bullandi snjókomu aftur þótt vind hafi lægt talsvert.