Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2012 Prenta

Met áhorf var á þáttunum úr Árneshreppi.

Met áhorf var á Stöð 2 á þáttunum úr Árneshreppi.
Met áhorf var á Stöð 2 á þáttunum úr Árneshreppi.
Kristján Már Unnarsson fréttastjóri Stöðvar 2 lét vefinn Litlahjalla vita um tölur úr áhorfsmælingu vegna þáttanna úr Árneshreppi Um land allt sem voru á dagskrá síðustu tvo sunnudaga. Fyrirtækið Capacent mælir sjónvarpsáhorf og er hlutlaus aðili. Þeir hafa nú birt tölur um áhorf á báða þættina. Á fyrri þáttinn horfðu samtals 57 þúsund manns í 5 mínútur eða lengur en 50 þúsund manns sáu allan þáttinn, frá upphafi til enda. Á seinni þáttinn horfðu 58 þúsund manns í 5 mínútur eða lengur en 45 þúsund manns sáu allan þáttinn, frá upphafi til enda. Þetta þýðir að 57-58 þúsund manns voru að horfa á þættina. Þetta telst mjög gott áhorf, raunar það næstmesta á Stöð 2 þessar vikur, aðeins fréttir Stöðvar 2 höfðu meira áhorf. Til að ímynda sér hvað þetta er mikill mannfjöldi má geta þess að þetta er svona álíka mannhaf og fyllir miðborg Reykjavíkur á menningarnótt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • Við Fell 15-03-2005.
Vefumsjón