Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. nóvember 2012
Prenta
Um land allt seinni þáttur var sýndur í kvöld.
Seinni þátturinn úr Árneshreppi á Stöð 2 var sýndur í kvöld „Um land allt" og var á dagskrá á milli kl 18.55 og 19.15. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttastjóri og Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður voru á ferð í Árneshreppi 12 október síðastliðin og tóku viðtöl við fólk og myndir mjög víða í hreppnum. Þættirnir njóta mikilla vinsælda,og eru með eitt mesta áhorf á Stöð 2. Fyrri þátturinn var sýndur á sunnudaginn fyrir viku og voru hreppsbúar mjög ánægðir með hann eftir heimildum fréttavefsins Litlahjalla. Viðtal var í þessum seinni þætti tildæmis við Arinbjörn Bernharðsson ferðaþjónustu frömuð hjá Urðartindi í Norðurfirði,einnig við Gunnstein Gíslason fyrrum oddvita Árneshrepps og Margréti Jónsdóttur,og núverandi oddvita Oddnýju Þórðardóttur, ásamt mörgum öðrum. Hér má sjá seinni þáttinn á netinu !Um land allt.