Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. nóvember 2012 Prenta

Ölduhæð náði 13 metrum.

Ölduhæð náði í þessu veðri um 8 til 13 metrum.
Ölduhæð náði í þessu veðri um 8 til 13 metrum.
Það er klárt og staðreynd að ölduhæð varð meiri í þessu Norðaustanveðri eða N- veðri enn í veðrinu um mánaðarmótin október- nóvember. Þótt sé nokkuð lágstreymt núna miðað við í síðasta hreti þá gengur sjór lengra upp á land en þá,en þá var nokkuð stórstreymt. ;Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði við vefinn að ekki hefði verið gefin viðvörun um ölduhæð með veðurviðvörunum í veðurspám í þetta skipti eins og um mánaðarmótin,en það mætti segja að það hefði þurft að gera allt frá Breiðafyrði til Húnaflóahafna,því mikill órói myndast í höfnum við þetta mikla ölduhæð og veðurhæð". Auðvitað er þetta allt sjónmat veðurathugunarmanna á hverjum stað fyrir sig. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var gefinn upp mikillsjór strax í níu veðrinu um morguninn þann 9/11 ,eða ölduhæð um 5 til 6 metrar. Og klukkan 21:00 um kvöldið hafrót sem er 9 til 14 metra ölduhæð,meðalölduhæð um 12 til 13 m,eins í veðurlýsingu kl:06 um morguninn þann 10 var svipuð ölduhæð gefin upp,og einnig klukkan 09:00 í veðurskeyti þá. Þegar þetta er skrifað á ellefta tímanum í morgun er farið að draga úr veðurhæð og vindur komin niður í um 16 m/s og farið að draga úr úrkomu einnig og líka úr sjógangi talsvert.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
Vefumsjón