Stefnt að strandsiglingum á næsta ári.
Stefnt er að því að ríkisstyrktar strandsiglingar hefjist á næsta ári. Miðað er við að dregið verði úr styrknum jafnt og þétt í sjö ár en þá er gert ráð fyrir að siglingarnar verði orðnar sjálfbærar. Í útboðinu er miðað við að tryggt sé að flutt verið að mista kosti 70 þúsund tonn árlega og að flutningarnir muni aukast þegar þeir hafa fest sig í sessi. Þá er miðað við að siglt verði hringinn í kringum landi að minnsta kosti 50 sinnum á ári til helstu hafna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aursturlandi.
Ríkisstyrktum strandsiglingum var hætt um miðjan tíuna áratug síðustu aldar og skipafélögin hættu endanlega sjóflutningum árið 2004. Frá þeim tíma hafa allir þungaflutningar farið fram á landi. Reiknað hefur verið út að einn fullhlaðinn flutningabíll slíti vegum á við tæplega tíuþúsund fólksbíla.
Ekki hefur verið gefið upp hve hár ríkisstyrkurinn verður. Ekki gert ráð fyrir honum í fjárlagafrumvarpinu en miðað er við að farið verði frá á aukafjárveitingu á næsta ári. Eftirlitsstofnun ESA hefur verið kynnt áform íslenskra stórnvalda og er beðið eftir svari frá stofnuninni um hvort syrkirnir samræmist reglum á evrópska efnahagssvæðinu: Þetta kom í fréttum RÚV fyrir stuttu.