Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 Prenta

Viðvörun frá Veðurstofu Íslands.

Mikið dimmviðri gæti orðið á morgun og ekkert ferðaveður.
Mikið dimmviðri gæti orðið á morgun og ekkert ferðaveður.
Veðurstofan varar við stormi um landið norðan- og vestanvert á morgun. Gert er ráð fyrir vaxandi norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í nótt og víða stormur (norðan 20-25 m/s) þar í fyrramálið. Einnig er búist við stormi (18-23 m/s) með snjókomu við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra um og eftir hádegi. Vegfarendum er bent á að færð og skyggni getur versnað hratt og ekkert ferðaveður verður á norðvestanverðu landinu á morgun. Eins getur orðið varhugavert að vera á ferð við fjöll vestantil á landinu. Heldur fer að draga úr vindi þegar líður á laugardaginn, fyrst vestast á landinu. Veðrið er enn að þróast og er fólk beðið að fylgjast vel með veðurspám.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Seljanes-06-08-2008.
  • Sirrý og Siggi.
Vefumsjón