Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. nóvember 2012 Prenta

Vestfirska forlagið fylkir liði á Bókamessuna.

 Höfundar munu lesa úr og kynna nokkrar bækur sem Vestfirska forlagið gefur út nú í ár.
Höfundar munu lesa úr og kynna nokkrar bækur sem Vestfirska forlagið gefur út nú í ár.

Vestfirska forlagið mun mæta fylktu liði á Bókamessuna í Ráðhúsinu við Tjörnina í Reykjavk um næstu helgi, 17. og 18. nóvember, líkt og á fyrstu messunni í fyrra, sem var mjög ánægjuleg og vel skipulögð af hálfu Félags ísl. bókaútgefenda.

Okkar maður, Jón forseti Sigurðsson, mun verða í broddi fylkingar, einhver mesti bókamaður Íslandssögunnar. Það helgast meðal annars af því, að Vestfirðingarnir munu hafa í pússi sínu nokkur hundruð myndir af forseta sem prentaðar voru í Englandi á stríðsárunum í tilefni lýðveldistökunnar 17. júní 1944, eftir því sem best er vitað. Þessar myndir, sem eru sögulegar að margra mati, verða seldar við vægu verði. Á Bókamessunni, undir dagskrárliðnum Fólkið að vestan, sem verður í matsal Ráðhússins, munu höfundar lesa úr og kynna nokkrar bækur sem Vestfirska forlagið gefur út nú í ár:
Finnbogi Hermannsson: Vestfirskar konur í blíðu og stríðu
Guðrún Ása Grímsdóttir: Vatnsfjörður í Ísafirði
Reynir Ingibjartsson og Ólafur Engilbertsson: Æviminningar Kristínar Dahlstedt veitingakonu
Lýður Björnsson: Þar minnast fjöll og firðir. Ýmislegt um Gufudalshrepp hinn forna
Lárus Jóhannsson: Andvaka. Lífshlaup og ljóð Tómasar Guðmundssonar Geirdælings hins víðförla

 

Undir liðnum Mishlýjar sögur að vestan mun Hlynur Þór Magnússon lesa úr bók sinni Mishlýjar örsögur að vestan, en það eru gamansögur af Vestfirðingum lífs og liðnum, sem sumir kalla sannar lygasögur. Þar munu ýmsir aðrir merkismenn mæta. Jóhannes Kristjánsson frá Brekku á Ingjaldssandi verður heiðurs- og leynigestur forlagsins á staðnum og mun koma fram fyrir hönd nokkurra Vestfirðinga. Svo verður dragspilið þanið í kaffistofu Ráðhússins.

Þá verður forlagið með kynningar- og sölubás á staðnum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hrafn Jökulsson.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
Vefumsjón