Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. nóvember 2012
Prenta
Slæm veðurspá- flugi aflýst.
Slæm veðurspá er framundan,hvassviðri er í dag af suðvestri og á morgun á að vera norðvestan með snjókomu,annars er veðurspáin hér frá Veðurstofu Íslands: Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra. Suðvestan 13-18 m/s og skúrir eða él í dag, en snýst í norðvestan 8-13 og fer að snjóa í kvöld. Norðvestan 13-18 og snjókoma í fyrramálið. Hiti 0 til 4 stig, en frost 1 til 6 stig í nótt og á morgun. Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi á Gjögur. Ekki lítur vel út með flug þangað næstu daga.