Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. desember 2012
Prenta
Strandafrakt sækir seinni ferð af ull.
Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt kom norður í dag að sækja seinni ferð til bænda af ull. Þetta er mjög seint miðað við venjulega sem seinni ferð er sótt af ullinni,en skýringin er sú að bændur hafa margir hverjir tekið fé mjög seint inn aðallega vegna þess að lítil hey eru hjá flestum bændum,og þar með er rúið seint hjá nokkrum bændum. Vegagerðin opnaði veginn norður í gær,og eitthvað var hreinsað í morgun,en ófært var orðið eða þungfært eftir skafrenning og snjókomuna daginn áður. Enn mjög mikil hálka er á leiðinn mjög víða og sumstaðar mjög mikil hálka. Kristján kom í þessa seinni ferð á sama bílnum og valt í daginn en skipt var um boddí eða (flutningskassann) á bílnum. Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi. Strandafrakt sér um að sækja ull víðar í sýslunni til bænda og flytja á Blönduós.