Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. desember 2012
Prenta
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 17. desember 2012.
Í liðinni viku gekk umferð nokkuð vel í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum,þó var tilkynnt um 4 umferðaróhöpp. Mánudaginn 10. var tilkynnt um minniháttar óhapp á Ísafirði, ekki slys á fólki. Þriðjudaginn 11. var tilkynnt um tvö óhöpp, fyrr óhappið varð í Hestkleif í Ísafjarðardjúpi,þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Seinna óhappið varð á Ísafirði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg á Skutulsfjarðarbraut,ekki slys á fólki. Föstudaginn 14. Varð óhapp í Vestfjarðagöngunum þar strukust tveir bílar saman,um var að ræða minni háttar skemmdir í því tilfelli,og ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði. Þá voru númer tekin af nokkrum bílum í umdæminu,vegna vanrækslu á að færa ökutækið til skoðunar og einnig vegna vangoldinna trygginga. Skemmtanahald fór vel fram um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.