Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. desember 2012
Prenta
Norðan stórhríð framundan.
Mikið hefur snjóað á Vestfjörðum og Ströndum og víðar nú síðustu daga og er snjóflóðahætta víða á þessu svæði. Einnig er stórstreymt þessa daga og getur sjór gengið hátt á land þegar ölduhæð verður mikil jafnvel hafrót og ölduhæð gæti farið í og yfir 14 metra. Enn hér er veðurspáin frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðaustan 5-10 m/s og él, en norðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma með kvöldinu, hvassast á Ströndum. Norðan 23-28 og talsverð snjókoma á morgun. Hiti kringum frostmark, en frost 0 til 5 stig á morgun. Fólk er beðið að fylgjast vel með veðurspám.