Ekki í vafa um Hvalárvirkjun.
Ég er í engum vafa," segir Gunnar Gaukur Magnússon,einn eigenda VesturVerks, aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn á að framkvæmdir hefjist við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum,við Bæjarins Besta í gær. Gunnar Gaukur sagði að það sem vanti upp á sé fjárfestir en áætlaður kostnaður við virkjunina er 16-20 milljarðar króna. Ekki er komið á hreint hver kostnaðurinn er við hringtengingu en það ræðst að hluta til eftir notkun raforkunnar frá virkjuninni, þ.e.a.s. hlutfalli milli sölu til stóriðju og almennra nota. Ísland er hringtengt með háspennulínum og virkjanir utan þessarar hringtengingar þurfa að bera svokallaðan tengikostnað. Því lengra sem virkjunin er frá hringtengingunni,því meiri er kostnaðurinn. Reynt er að fá þennan kostnað felldan niður. Nauðsynlegt er að tengjast þar sem lög kveða á um að allar virkjanir af þessari stærðargráðu verði að tengjast hringnetinu.
Einnig sagði Gunnar,að einn stærsti kosturinn við Hvalárvirkjun er að hún eykur afhendingaröryggi rafmagns til fólks og fyrirtækja verði hún tengd inn á Vestfirði en það er ekki gefið. Nánar hér á bb.is