Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. janúar 2013 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. jan. 2013.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Þriðjudaginn 15. ók bifreið á grjót sem fallið hafði á Barðastrandarveg á svokallaðri Rakknadalshlíð innan við bæinn. Akstursskilyrði voru ekki góð,myrkur og lélegt skyggni. Bifreiðin varð óökuhæf eftir óhappið og flutt af vettvangi með krana. Ökumaður var einn í bílnum,hann kenndi sér eymsla eftir óhappið og fór á sjúkrahúsið til skoðunar. Fimmtudaginn 17. var tilkynnt til lögreglu að olíubíll,fullur af olíu hefði hafnar utan vegar Vestfjarðavegi í sunnanverðum Hjallahálsi og lagst þar á hliðina. Ökumann sakaði ekki. Stórvirkar vinnuvélar voru fengnar til að ná bílnum upp á veginn aftur,eftir að búið var að losa úr honum olíuna. Engin olía lak úr bílnum. Föstudaginn 18. tilkynnt til lögreglu að bíll hefði hafnað utan vegar á þjóðvegi nr. 61,Djúpvegi, sunnan Þröskulda,ekki slys á fólki, vegfarandi aðstoðaði við að ná bílnum upp á veginn aftur. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í Vestfjarðargöngunum. Skemmtanahald fór vel fram að venju um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Krossnes-20-10-2001.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
Vefumsjón