Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 27. janúar 2013
Prenta
Möggustaur brotnaði.
Mikið hvassviðri hefur verið í nótt með miklum kviðum og enn er stormur. Vindur hefur verið af Austnorðaustri og jafnavindur 23 til 25 m/s með kviðum upp í 37 m/s. Þegar það er þetta mikið austlægur vindur á veðurstöðinni í Litlu-Ávík myndast þessar miklu kviður af Reykjaneshyrnunni. Svonefndur Möggustaur brotnaði í látunum í morgun,það var nú alltaf talið að hann færi helst í Suðvestan stormi en nú fór hann í Austan stormi. Þessi staur sem er rétt tæplega 7.metra langur og er með hnyðju á endanum með lokuðu auga,hefur staðið frá árinu 1992 og hefur alltaf verið skreyttur jólaljósum um jól og áramót. Nú er hans hlutverki lokið sem slíkur. Búið var að taka jólaljósin af staurnum áður en hann fauk.