Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. janúar 2013
Prenta
Hvítt og Svart.
Guðbrandur Sverrisson bóndi á Bassastöðum við Steingrímsfjörð sendi vefnum myndir teknar á hlaðinu á Bassastöðum svona til að sýna tvær hliðar á Steingrímsfirðinum þá hvítu og þá "dökku". Það er mikill munur á snjóalögum sunnan og norðanverðum Steingrímsfirði,allt í kafi í snjó norðanmegin fjarðarins. Tvær myndanna eru teknar upp í hlíðina ofan við Bassastaði svo er ein mynd tekin út fjörðinn þar sem grillir í snjólitla Tungusveitina og ein yfir í Borgirnar og Fellin á Ósi. Það eru mikil svell á túnum hér norðan fjarðar og hættan eykst með hverjum degi á kali,"segir Brandur á Bassastöðum"