Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. febrúar 2013
Prenta
Hafísinn út í hafsauga.
Þann 5. febrúar var léttskýjað á Grænlandssundi og náðust mjög góðar tunglmyndir af MODIS tunglinu. Hafísröndin sást mjög greinilega og er fjær landi en talið var daginn áður. Hitaskil í sjónum sjást einnig mjög greinilega og má gera ráð fyrir því að eitthvað af íshröngli eða nýmyndun sé á milli hafísjaðarsins og kuldaskilanna. Gert er ráð fyrri suðlægum áttum næstu daga. Þetta kemur fram á hafísvef Veðurstofu Íslands. Síðast sást borgarís frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík í endaðan desember 2010 ,og hlaut sá jaki nafnið Jóli og varð allumtalaður í fjölmiðlum. Sjá hér um endalok Jóla.