Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. febrúar 2013
Prenta
Sjö börn í Finnbogastaðaskóla.
Þegar skólaárið byrjaði í haust voru sex nemendur við Finnbogastaðaskóla,en í janúar síðastliðnum bættist einn nemandi við sem kom frá Akranesi. Öll börnin geta gengið í skólann nema þessi nýji nemandi sem er lengra frá og þarf að keyra hann í skólann,hinir nemendurnir sex eiga öll heima í Trékyllisvíkinni rétt hjá skólanum. Í Finnbogastaðaskóla eru fjórir starfsmenn,skólastjóri og kennari sem eru í fullu starfi og svo einn stundakennari og matráðskona. Enn er Finnbogastaðaskóli fámennasti skóli landsins.