Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. mars 2013
Prenta
Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25. mars 2013.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í síðustu viku á Djúpvegi í Álftafirði.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Miðvikudaginn 19. hafnaði bifreið út fyrir veg í Tungudal í Skutulsfirði,ekki skemmdir á ökutæki eða slys. Ástæða óhappsins var mjög lélegt skyggni. Þann sama dag varð minniháttar óhapp við grunnskólann á Hólmavik.
Fimmtudaginn 20. varð minniháttar óhapp á Patreksfirði,ekki slys á fólki.
Föstudaginn 21. var tilkynnt um dráttarbíl með tengivagn sem lokaði veginum um Þröskulda. Björgunarsveitarmenn á Hólmavík unnu að því að aðstoða við að koma bílnum upp á veginn. Vegurinn var lokaður í nokkurn tíma.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur á Ísafirði.
Skemmtanahald í umdæminu í liðinni viku fór vel fram og án teljandi afskipa lögreglu.
Í komandi viku má gera ráð fyrir að mikil umferð verði í átt til Ísafjarðar vegna páskahátíðarinnar og margra viðburða sem verða á Ísafirði um hátíðarnar. Því vill lögregla beina því til vegfaranda að kynna sér aðstæður,veðurspá og færð á vegum (upplýsingasími vegagerðinnar 1777) áður en lagt er af stað.