Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. mars 2013 Prenta

Mölin 5. Snorri Helgason.

Snorri Helgason.Mynd Hilda Gunnarsdóttir.
Snorri Helgason.Mynd Hilda Gunnarsdóttir.

Tónleikaröðin Mölin heldur áfram göngu sinni á Malarkaffi á Drangsnesi laugardagskvöldið 23. mars næstkomandi. Þar munu koma fram söngvaskáldið Snorri Helgason, hólmvíski dúettinn Andri og Jón ásamt Borko.

Snorra Helgason þarf varla að kynna fyrir fólki, en við gerum það samt. Snorri ákvað 19 ára gamall að helga líf sitt tónlistinni. Þá kenndi hann sjálfum sér að spila á gítar og fór að æfa sig að semja lög. Snorri  var einn af meðlimum Sprengjuhallarinnar sem tröllreið íslensku tónlistarlífi þann skamma tíma sem hún starfaði. Eftir að Sprengjuhöllin lagðist í hýði hóf Snorri að taka upp sitt eigið efni og gaf árið 2009  út plötuna "I'm Gonna Put My Name On Your Door". Árið 2011 kom svo út platan "Winter Sun" þar sem Snorri hefur náð fullkomnu valdi á list sinni. Lagasmíðarnar meitlaðar og textarnir hlaðnir merkingu og spennu. Snorri er nú kominn langt með upptökur á sinni þriðju breiðskífu sem verður gefin út síðar á þessu ári.

Á tónleikunum á Mölinni mun Snorri njóta liðsinnis Sigurlaugar Gísladóttur sem leikur á ýmis hljóðfæri og syngur. Sigurlaug, sem stundum gengur undir nafninu Mr. Silla, hefur vakið athygli fyrir ótrúlega söngrödd sína sem gefur flutningi Snorra aukna þyngd en samleikur þeirra lætur engan ósnortinn. Á Mölinni munu Snorri og Silla leika efni af báðum plötum Snorra ásamt lögum af óútkominni plötu hans.

Andri og Jón eru annálaður hólmvískur dúett sem, ásamt því að semja og spila tónlist, mannar báðar kennarastöður Tónlistarskólans á Hólmavík. Andri og Jón leika þjóðlagatónlist sem þeir hafa samið í frítíma sínum í vetur og má með sanni segja að Strandir nötri af spenningi yfir þessu fyrsta upptroðelsi þeirra félaga.

Borko mun svo venju samkvæmt opna kvöldið. Á Mölinni á laugardaginn mun Borko frumflytja tvö lög ásamt því að hræra lítillega upp í eldri lummum.

Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast um kl. 21:30.

Aðgangseyrir er 2000 kr.

Nánari upplýsingar veitir Björn í s. 8645854

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Frá brunanum.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
Vefumsjón