Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. mars 2013 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11. til 18. mars 2013.

Fjórir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Fjórir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Í liðinni viku hafði lögreglan afskipti af einum ökumanni sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Það var um miðjan dag sunnudaginn 17. mars á Ísafirði.

Fjórir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Einn þeirra var að aka í Vestfjarðagöngum, annar í Óshlíðargöngum og hinir tveir í Ísafjarðardjúpi.

Einn ökumaður var kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum einum á Ísafirði. Sekt við slíku broti nemur krónum 15.000.- Það er því dýrt að stöðva ekki við aðstæður sem þessar.

Um miðjan dag þann 15. mars sl. var tilkynnt um vinnuslys á Bíldudal. Starfsmaður meiddist við vinnu en þó ekki lífshættulega. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Patreksfirði.

Gaskút af útigrilli sem stóð við íbúðarhús á Eyrinni á Ísafirði mun hafa verið stolið einhverja nóttina í liðinni viku. Þjófnaðurinn uppgötvaðist um miðjan dag þann 15. mars.

Lögreglunni var tilkynnt um eitt umferðaróhapp í liðinni viku. Það var minniháttar árekstur á bifreiðastæði á Ísafirði.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Frá brunanum.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
Vefumsjón