Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. mars 2013
Prenta
Óvæntur sauðburður í mars.
Nokkrar ær eiga að bera núna í mars í Bæ í Trékyllisvík í Árneshreppi. Þessar ær skiluðu sér ekki í hefðbundnum leitum í haust síðastliðið og náðust ekki fyrr enn í nóvember. Hrútur var með féinu og hann náðist jafnt og ærnar. Að sögn Gunnars Dalkvists bónda í Bæ hafa ærnar fengið seint í október,nú eru þrjár bornar fyrir nokkrum dögum,og aðrar þrjár munu bera á næstu dögum,og fjórar í viðbót fyrir hefðbundinn sauðburð sem er fljótlega í maí. Ekki er vitað að fé frá öðrum bæjum hafi gengið með þessu fé inní Veiðileysu þar sem þessar ær gengu,og komist í hrútinn.