Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. mars 2013
Prenta
Fyrsti hákarlinn í vetur.
Jón Eiríksson frá Víganesi kemur oft um miðjan vetur og leggur hákarlalóðir,í gær fékk hann fyrsta hákarl vetrararins. Hann lagði hákarlalóðir fyrir fimm dögum á báti sínum Snorra ST 24 útaf svonefndum Hyrnum,en það eru góð hákarlamið útaf Reykjaneshyrnu. Jón er með lóðir áfram í sjó og ætlar að freista þess að fá helst nokkra hákarla enn. Jón verkar hákarlinn sjálfur.