Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. mars 2013
Prenta
Opið í Árneshrepp.
Vegagerðin á Hólmavík er nú að opna norður í Árneshrepp. Byrjað var í gær að moka. Þetta var talsverður snjór eða skaflar á leiðinni. Nú er orðið opið en eftir er að moka ruðningum útaf. Ófært er búið að vera norður síðan í síðasta hreti sem var fjórða til áttunda mars. Ekki er spáð úrkomu miklu veðri framundan,en samt einhverri snjókomu eða éljum. Þannig að vegurinn gæti haldist opinn eitthvað áfram næstu daga.