Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. mars 2013 Prenta

Markaðssofa Vestfjarða sameinast Fjórðungssambandinu.

Markaðsstofa Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga sameinast.
Markaðsstofa Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga sameinast.
Vinnuhópur á vegum stjórnar Markaðsstofu Vestfjarða ses og Ferðamálasamstaka Vestfjarða hafa á síðustu vikum rætt saman um slit á starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og fyrirkomulag markaðsmála í framhaldi af því. Unnið er að málinu í samræmi við samþykkt 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga um sameiningu starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Drög að samkomulagi er nú til umfjöllunar hjá eigendum Markaðsstofu Vestfjarða og er að vænta niðurstöðu í apríl n.k. en eigendur Markaðsstofu Vestfjarða eru Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Ferðamálasamtök Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur samþykkt í millitíðinni að hafa umsjón með starfsemi Markaðsstofu og hefur Díönu Jóhannsdóttur, verkefnisstjóra hjá Fjórðungssambandinu verið falið þetta verkefni að þess hálfu í samráði við stjórn og framkvæmdastjóra.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
Vefumsjón