Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. apríl 2013
Prenta
Fallegt veður í dag.
Loksins gerði fallegt veður hér í Árneshreppi,fyrir hádegi var orðið léttskýjað þótt einhverjir éljabakkar væru austan til við Húnaflóann. Búin er að vera þræsingur og leiðinlegt veður með éljum og jafnvel snjókomu eins og í gær,og dálítill snjór ennþá á láglendi. Vika er nú í sumardaginn fyrsta og ekki lítur út samkvæmt veðurspám að verði nein hlýindi hér næstu daga ef undanskilið er að hlýni aðeins á morgum með suðausanátt og rigningu,en strax á laugardag verður suðvestanátt með skúrum eða éljum,og á sunnudag norðlæg vindátt með éljum,og eftir helgina er spáð auslægum eða norðlægum áttum með slyddu eða jafnvel snjókomu. Þannig að vorverkin hjá bændum ætla að dragast fram í maí,eins og að vinna á túnum og þessáttar fyrir sauðburð. Þung fært er nú norður í Árneshrepp mokað var bæði í gær og í fyrra dag,en innansveitar er snjóþekja eða aurleðja á vegum,enda er jörð þíð undur snjónum.