Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. apríl 2013 Prenta

Urðartindur fær styrk úr AVS-sjóði.

Smáhýsi Urðartinds í Norðurfirði.
Smáhýsi Urðartinds í Norðurfirði.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutaði nýverið úr svokölluðum AVS-sjóði til atvinnuþróunar og nýsköpunar í sjávarbyggðum. Ríflega sautján milljónum króna var úthlutað að þessu sinni til níu verkefna þar af einu á Vestfjörðum, Urðartindi ehf., í Norðurfirði á Ströndum,sem fékk styrk upp á 2.milljónir króna til þróunar siglinga með ferðamenn á Hornstrandir. Í fyrra fékk Urðartindur ehf. styrk frá Ferðamálastofu upp á hálfa milljón króna vegna smíði á grillhúsi í Norðurfirði.

Urðartindur ehf., hefur á undanförnum árum staðið að uppbyggingu vandaðrar ferðaþjónustu í Norðurfirði á  Ströndum. Alls veitti AVS-sjóðurinn styrki til 50 verkefna,alls rúmlega 258 milljónir króna. Styrkirnir skiptust í rannsóknarstyrki, smá- og forverkefni auk áðurnefndra nýsköpunarstyrkja.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
Vefumsjón