Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. apríl 2013
Prenta
Dagskrá aðalfundarhelgar FMSV 20. apríl 2013.
Næstkomandi helgi verður aðalfundarhelgi FMSV. Dagskráin hefst í Félagsheimilinu Árnesi á föstudagskvöld kl. 20:00 þar sem verður kynning á ferðaþjónustu í Árneshreppi. Boðið verður upp á léttan kvöldverð frá kl. 19:00 í félagshemilinu en mötuneyti helgarinnar verður einnig þar til húsa. Aðalfundur Vesturferða verður kl. 10:00 á laugardagsmorgun og aðalfundur FMSV kl. 13:00. Seinnipart laugardags verður farin hópferð um sveitina með heimamönnum. Þeir sem ætla að mæta á dagskrána skulu bóka sig í gistingu á einhverjum eftirtöldum stöðum:Gistihemilið Bergistanga Norðurfirði - S: 451 4003 Urðartindi Norðurfirði - S: 843 8110 Hótel Djúpavík -S: 451 4037. Í mötuneytinu verður boðið upp á:Kvöldverð föstudagskvöld - kr. 2.500Morgunverð - kr. 1.200 pr. stk.Hátíðarkvöldverð laugardagskvöld - kr. 5.500Skráning í mat skal fara fram fyrir fimmtudaginn 18. apríl á netfangið vestfirdir@gmail.com eða síma 897 6525. FMSV munu bjóða upp á aðra hressingu að venju á laugardeginum.Veðurspáin lofar góðu og okkur hlakkar til að hitta ykkur sem flest í hinum fagra Árneshreppi um helgina.Meðfylgjandi er kort af Árneshreppi með helstu staðsetningum.Munið eftir sundfötunum!