Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. apríl 2013
Prenta
Jöfnum stöðuna.
Aðsend grein: Ólína Þorvarðardóttir!
Vestfirðir eru svæði sem býr yfir ótal tækifærum, mannauði, dýrmætum auðlindum á borð við fiskinn í sjónum og sjálfa náttúruna sem felur í sér mikla möguleika til atvinnusköpunar ekki síst á sviði ferðaþjónustu, náttúruskoðunar, menningar - að ónefndri sjálfri undirstöðuatvinnugrein okkar sem er sjávarútvegurinn.
Greinin er í heild undir aðsendar greinar hér.
Vestfirðir eru svæði sem býr yfir ótal tækifærum, mannauði, dýrmætum auðlindum á borð við fiskinn í sjónum og sjálfa náttúruna sem felur í sér mikla möguleika til atvinnusköpunar ekki síst á sviði ferðaþjónustu, náttúruskoðunar, menningar - að ónefndri sjálfri undirstöðuatvinnugrein okkar sem er sjávarútvegurinn.
En við stöndum við frammi fyrir áskorunum. Við búum á harðbýlu svæði þar sem fólki fækkar og atvinnulíf á erfitt uppdráttar. Samgöngur eru strjálar, raforkan ótrygg. Vestfirðir eru landsvæði sem þarf að sækja fram. Við erum svokallað varnarsvæði sem býr við ýmsar tálmanir en þær eru allar yfirstíganlegar, ef rétt er haldið á spilum og ef rétt er gefið úr stokknum.
Höfuðborgin sogar til sín bæði fjármagn og fólk. Það er staðreynd að hún eyðir meiru en hún aflar ríkissjóði. Það er líka staðreynd að af hverjum tveimur krónum sem landsbyggðin aflar í ríkissjóð, fær hún aðeins aðra til baka. Þessu þurfum við að breyta.
Það er ekki náttúrulögmál að eitt landsvæði beri þrisvar sinnum hærri húshitunarkostnað en annað.
Greinin er í heild undir aðsendar greinar hér.