Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. maí 2013 Prenta

Alhvít jörð í Norðurfirði.

Alhvít jörð í Norðurfirði í morgun.
Alhvít jörð í Norðurfirði í morgun.
Það snjóaði neðri byggð í nótt,alhvít jörð var orðin í Norðurfirði í morgunsárið. Bændur voru búnir að setja lambfé út á tún þótt kalt og vætusamt hafi verið,vegna plássleysis í húsum,en sumir bændur ráku fé inn aftur í gærkvöldi vegna slæmrar veðurspáar næstu daga. Nú er þröngt á þingi í fjárhúsum bænda hér í Árneshreppi þótt það elsta af lambféinu sé úti í þessu vonsku veðri. Nú er sauðburður langt kominn.

Vegna mikilla anna hefur lítið verið skrifað hér á vefnum Litlahjalla og verður svo áfram. Nú sníst allt um að hugsa um lambfé  í kulda og snjó þótt maí sé að verða langt kominn. Samkvæmt framtíðarspá Norsku (YR) veðurstofunnar er ekki útlit fyrir gott veður fyrr enn 3. júní.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
Vefumsjón