Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. maí 2013 Prenta

Kennsl borin á lík sem fannst í Kaldbaksvík.

Frá Kaldbaksvíkurkleif
Frá Kaldbaksvíkurkleif

Eins og komið hefur fram í fréttum var lögreglunni á Vestfjörðum tilkynnt um lík sem ferðafólk hafði fundið í Kaldbaksvík á Ströndum.  Lögreglan fór þá þegar á vettvang, eða að kveldi 17. maí sl. Vettvangur var rannsakaður og líkið flutt til rannsóknar hjá ID nefnd Ríkislögreglustjóraembættisins (kennslanefnd).

Nú í dag hefur kennslanefndin lokið störfum sínum hvað rannsókn þessa varðar.  Niðurstaðan var ótvíræð,  að líkið er af Gunnari Gunnarssyni fæddum 1962.  Þann 12. desember 2012 mun Gunnar Gunnarsson hafa fallið útbyrðis af Múlabergi SI-22, djúpt út af Húnaflóa.

Ættingjum Gunnars hefur verið tilkynnt um niðurstöðu rannsóknarinnar.

Lögreglan á Vestfjörðum vill færa ferðafólkinu sem tilkynnti um líkið, kennslanefnd Ríkislögreglustjóraembættisins og lögreglunni á Akureyri þakkir fyrir aðkomu þeirra að máli þessu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
Vefumsjón