Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. maí 2013
Prenta
Áburðurinn kemur seint til bænda.
Þá er Kaupfélag Steingrímsfarðar farið að láta flytja áburðinn norður í Árneshrepp til bænda þar. Áburðurinn er fluttur með dráttarbíl með aftanívagn og kemst áburðurinn í þrem til fjórum ferðum. Áburðurinn er fluttur seint til bænda þetta árið,ástæðan er að vegir komu ílla undan vetri og Vegagerðin ekki leift þungflutninga fyrr. Í fyrra var áburðurinn fluttur í endaðan apríl og í byrjun maí. Nú í ár kom fyrsti bíll með áburð í dag. Þetta er svo sem nógu snemma því bændur hafa varla tíma til að bera tilbúin áburð á tún strax,því lambfé verður á túnum eitthvað fram í júní vegna þessa tíðarfars sem hefur verið.