Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. maí 2013
Prenta
Byrjað að bera kennsl á líkamsleifarnar.
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra byrjaði í dag vinnu við að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum á föstudagskvöld. Mbl.is hefur þetta eftir Bjarna Bogasyni, rannsóknarlögreglumanni og formanni kennslanefndar.
Líkamsleifarnar fundust á föstudagskvöld og voru sendar suður morguninn eftir.
Í kennslanefndinni eru, auk Bjarna, annar rannsóknarlögreglumaður, réttarlæknir og tannlæknir.