Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júlí 2013 Prenta

Veðrið í júní 2013.

Júní í ár var hlýrri en júní í fyrra.
Júní í ár var hlýrri en júní í fyrra.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum síðan breytilegum vindáttum eða suðlægum að mestu með hægviðri og smá úrkomu og hlýju veðri. Eftir 7.mánaðar voru mest hafáttir eða breytilegar vindáttir,oft með smá súld og þokulofti og með svarta þoku stundum. Ákveðin Suðvestanátt var frá 26. og 27.,mánaðar með stinningskalda eða allhvössum vindi í tvo daga,síðan hægari með vestlægum vindáttum eða norðlægum.

Mánuðurinn var sæmilega hlýr fyrrihluta mánaðar en yfirleitt kaldara seinni hlutann. Vel lítur út með grassprettu víðast hvar,þó úrkomulítið hafi verið í mánuðinum. Mánuðurinn var sæmilega hlýr og hægviðrasamur í heild.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Norðlægar vindáttir kul eða gola,skúrir,rigning,hiti 3 til 12 stig.

3-4:Sunnan eða suðlægar vindáttir,andvari í fyrstu síðan allhvass um kvöldið þ.3., og stinningskaldi þ.4.,rigning eða skúrir,hiti 3 til 16 stig.

5-8:Hafáttir eða mest breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola eða stinningsgola,þurrt,5,6 og 7.,þoka þ.7.,súld og þokuloft þ.8.,hiti 6 til 16 stig.

9-15:Mest Norðvestan kul gola en stinningsgola þ.15.,súld en þurrt í veðri 14. og 15. þokuloft og oft þoka,hiti 5 til 13 stig.

16:Austlæg vindátt með kuli,þurrt í veðri,hiti 2 til 13 stig.

17-19:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,þurrt í veðri,17. og 18.,þoka og súld þann 19. hiti 6 til 13 stig.

20-21:Norðvestan eða Norðan,gola síðan kul,súld þann 20.,en þurrt þann 21.,hiti 5 til 8 stig.

22-25:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 4 til 15 stig.

26-27:Suðvestan stinningsgola,kaldi,stinningskaldi eða allhvass,rigning,skúrir,hiti 7 til 13 stig.

28:Breytileg vindátt kul,skúrir,súld,hiti 6 til 10 stig.

29-30:Norðan kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti 2 til 9 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 13,2 mm. (í júní 2012: 11,1 mm.)

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 4. +16,1 stig.

Minnstur hiti mældist dagana 16 og 30. +2,2 stig.

Meðalhiti við jörð var: +5,58 stig. (í júní 2012: +4,07 stig.)

Sjóveður:Mjög gott mest allan mánuðinn,en leiðinlegt í sjóinn dagana 4 og 26 og 27,þá var allhvass vindur fyrir dagróðrarbáta,þó sjólítið væri.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
Vefumsjón