Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. júlí 2013
Prenta
Sláttur hófst í vikunni.
Nokkrir bændur hófu slátt í vikunni hér í Árneshreppi. Þeir sem slógu í byrjun vikunnar fengu brakandi þurrk og hlítt veður með suðvestan kalda,hitinn fór í 18 og 19 stig á þriðjudag og miðvikudag. Bændur sem voru að slá í vikunni voru að slá tún sem borin verður á áburður aftur og slegin seinni sláttur. Þetta er nú ekki vel sprottið en samt skárra en í fyrra,sumstaðar eru einhverjar kalskellur í túnum bænda,en mjög misjafnt eftir bæjum. Nú er vætutíð byrjuð aftur og kaldara veður fram yfir helgi. Þegar styttir upp hefst sláttur hjá bændum að fullu.