Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júlí 2013
Prenta
Heyskapur síðustu daga.
Ekki hefur viðrað vel til heyskapar vegna vætutíðar í mánuðinum,en aftur á móti hefur verið góð grasspretta í þessari úrkomu og hlítt með köflum. Loks í síðustu viku gátu bændur farið að heyja að einhverju marki og nýtt þessa þurru daga sem hafa komið um liðna helgi til að setja í rúllur,en það þarf helst tvo góða þurra daga til að þurrka heyið aðeins áður en rúllað er. Bændur hafa samt fengið smá vætu ofan í heyið misjafnlega mikið. Í gær og í fyrra dag var komið þokuloft afur með smá súld með köflum,en mjög lítið,en bændur eiga talsvert slegið hey á túnum sem vonandi tekst að rúlla í dag eða á morgun,ef gerir ekki meyri vætu. Það sem af er júlí eru aðeins skráðir 4 dagar þurrir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum.