Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. ágúst 2013
Prenta
Sími grafinn í sundur.
Verktakafyrirtækið Græðir sf, sem voru að taka grunn fyrir mastur við símahúsið í Reykjaneshyrnu (Ávíkurstöðina.) voru svo óheppnir í gærkvöldi á níundatímanum að grafa símastreng í sundur þegar grafið var fyrir sökklinum. Míla sendi mann frá Tengli til að setja strenginn saman,enn allir heimilissímar duttu út nema í Ávíkurbæina. Einnig datt allt net og símasamband út við Djúpavík. Gunnar Örn Jakobsson hjá Tengli segir að það ætti að vera búið að setja strenginn saman um fimmleitið í dag.