Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. ágúst 2013 Prenta

Fjölmenni á hrútaþukli.

Hrútaþukl. Mynd af facebook síðu Sauðfjársetursins.
Hrútaþukl. Mynd af facebook síðu Sauðfjársetursins.
Góð stemmning var á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum sem fram fór á Sauðfjársetrinu á Ströndum um síðustu helgi. Tæplega fimmtíu manns kepptust þar við að þukla hrúta en markmið keppninnar var að finna út gæðaröðina á gripunum og segja til um kosti þeirra og galla. Þeir sem kepptu í flokki vanra hrútaþuklara gáfu þeim stig fyrir margvíslega eiginleika og sérskipuð dómnefnd helstu hrútasérfræðinga landsins sá um dómgæsluna. Keppendur og áhorfendur komu víða að af landinu og höfðu gaman af þessari sérkennilegu skemmtun. Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi sigraði í hópi vanra og landaði því Íslandsmeistaratitlinum í hrútadómum í fjórða skipti. Hæfileikar hans í þessari sérstæðu keppnisgrein hafa vakið mikla athygli. Nánar á bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón