Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. ágúst 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 12.til 19. ágúst 2013.

Einn var tekin með fíkniefni á Hólmavík í vikunni.
Einn var tekin með fíkniefni á Hólmavík í vikunni.

Mánudaginn 12 . ágúst voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum,fyrra óhappið varð á Djúpvegi við Hólmavík,um minniháttar óhapp að ræða,seinna óhappið þann dag varð á Dynjandisheiði,þar voru erlendir ferðamenn á ferð,þar missti ökumaður vald á bílnum og  valt bíll þeirra út fyrir veg. Ökumaður og farþegi hans voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.  Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Þriðjudaginn 13. ágúst varð óhapp á hafnarsvæðinu á Ísafirði,þar lentu bifreið og lyftari saman,talsverðar skemmdir á bifreiðinni,en ekki slys á fólki.

Föstudaginn 16. ágúst voru tvö óhöpp tilkynnt til lögreglu,það fyrra á Ísafirði,á bifreiðastæði við sjúkrahúsið,um að ræða minniháttar óhapp. Seinna óhappið var einnig minniháttar,gerðist það með þeim hætti að tvær bifreiðar mættust á Drangsnesvegi og steinkast frá annari bifreiðinni braut hliðar rúðu,ekki slys á fólki.

Laugardaginn 17. ágúst urðu tvö óhöpp,það fyrra á Innstrandarvegi á Ströndum,þar voru erlendir ferðarmann á ferð og veltu bílaleigubíl út fyrir veg,ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla,bifreiðin flutt af vettvangi með krana. Seinna óhappið  varð á Djúpvegi í Álftafirði,Ísafjarðardjúpi,þar missti ökumaður stjórn á bifreið sinni og hafnaði bifreiðin út fyrir veg og valt. Bifreiðin óökuhæf og ökumaður fór til skoðunar á sjúkrahúsið á Ísafirði.

Níu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur,sjö í og við Ísafjörð og tveir í nágrenni Hólmavíkur.

Einn ökumaður var kærður vegna gruns um ölvun við akstur á Patreksfirði um helgina.

Miðvikudaginn 14. ágúst var bifreið stöðvuð við venjubundið eftirlit á Hólmavík og við leit fundust nokkur gr. af kannabisefnum og tæki til neyslu. Málið telst upplýst.

Aðfaranótt fimmtudagsins 15. ágúst voru unnin skemmdarverk,brotin rúða í afturhlera á bifreið sem stóð á bifreiðarstæði við Grænabaka á Bíldudal. Ekki er vitað hver/hverjir þar voru að verki. Laugardaginn 17. ágúst var tilkynnt um skemmdarverk á gröfu sem stóð við Austurveg á Ísafirði,þar var búið að sprauta úr spreybrúsa á gröfuna og einnig var búið að spreyja á glugga og vegg Grunnskólans.  Ekki er vitað hver/hverjir þar voru að verki,málið er í rannsókn.

Skemmtanahald í umdæminu fór nokkuð vel fram um helgina og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
Vefumsjón