Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. ágúst 2013
Prenta
Jakinn við Horn.
Samkvæmt LANDSAT mynd í gær kemur jakinn í ljós á 66°27'49''N 22°23'30'' V, tæpan kílómetra NA af Rana við Hornbjarg. Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur hjá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur merkt inn á myndina jakann sem er út af svonefndum Rana. Minni jakar geta verið í kring um aðaljakann og geta verið hættulegir skipum,sjófarendur eru beðnir að fara með varúð við Horn.