Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. október 2013
Prenta
Fjórðungsþingið sett í morgun.
58. Fjórðungsþing Vestfirðinga var sett í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík í morgun föstudag klukkan níu árdegis,og er þetta í fyrsta sinn sem þingið er haldið í Árneshreppi. Það er alveg óhætt að segja að íbúatala Árneshrepps þrefaldist á meðan á þinginu stendur. Starfsfólk Hótel Djúpavíkur sér um mat og kaffiveitingar í félagsheimilinu á meðan að Fjórðungsþingið stendur. Fjórðungsþinginu líkur á laugardaginn 12.október um þrjú leitið.