Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. október 2013
Prenta
Harpað fyrir Gjögurflugvöll.
Verktakafyrirtækið Tak Malbik EHF í Borgarnesi hefur verið að harpa efni vegna Gjögurflugvallar síðastliðna viku. Harpa þarf efni um 10.500 m3 í heild,það er 1.100 m3 vegna klæðningarefnis,burðarlagsefni er 5.800 m3 og styrktarlagsefni 3.600 m3. Efnið er tekið og harpað á Reykjanesrimanum í Reykjaneslandi,þar sem malarnámurnar eru. Samið var við Borgarverk EHF í Borgarnesi eftir útboð í sumar,en Borgarverk fékk Tak Malbik til að vinna verkið. Verkið mun taka tvær til þrjár vikur að sögn Tak Malbik manna.