Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. október 2013
Prenta
Skólabörnin taka upp kartöflur.
Nú undanfarið hafa skólabörnin við Finnbogastaðaskóla verið að taka upp kartöflur,en kartöflur eru settar niður í einu horni í garði við skólann á vorin. Að sögn matráðskonu skólans dugar uppskeran fram til áramóta. Nú í vetur eru fimm börn við skólann og eru nemendur og starfsfólk dugleg að segja frá starfi og viðburðum í skólanum í máli og myndum á vefsíðu skólans. Þetta er viss starfsreinsla og kennir börnunum að vinna og draga björg í bú,og ekki síst þroskandi. Vefsíða Finnbogastaðaskóla.