Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. október 2013
Prenta
Sprengir grjót.
Jósteinn Guðmundsson verktaki á Hólmavík hefur undanfarið verið að sprengja grjót fyrir Vegagerðina á Hólmavík. Grjótið á að fara í varnargarð í Árneskrókinn þar sem Vegagerðin er að hækka veginn upp þar. Grjótið er tekið vestast á Björgunum í Reykjaneslandi stutt austan við malarnámuna á Reykjanesrimanum. Sprengja þarf um tvö þúsund rúmmetra af grjóti.