Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. október 2013
Prenta
Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 23. til 30. september 2013.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Um minniháttar óhöpp var að ræða og ekki slys á fólki. Einn ökumaður ver stöðvaður fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði.
Mánudaginn 23. september,kom upp eldur í íbúðarhúsi við Stekkjargötu í Hnífsdal,enginn var heima þegar eldurinn kom upp. Nokkuð greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins,sem var talsveður og talsverðar skemmdir urðu húsi og innanstokksmunum.
S.l., laugardag var haldin flugslysaæfing á Ísafjarðarflugvelli og tóku þátt í henni viðbragðsaðilar á norðan verðum Vestfjörðum. Æfingin gekk nokkuð vel fyrir sig og voru menn almennt ánægðir með ganginn í æfingunni.
Skemmtanahald gekk vel yfir sig um helgina og án teljandi afskipta lögreglu.