Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. nóvember 2013 Prenta

Þjónustukönnun Orkubús Vestfjarða.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða hefur nú þriðja árið í röð fengið Capacent til að vinna fyrir sig þjónustukönnun þar sem könnuð eru viðhorf viðskiptavina Orkubúsins til fyrirtækisins og þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir. Markmið könnunarinnar var að mæla upplifun viðskiptavina af þjónustu fyrirtækisins og breytingar frá fyrri mælingu og fór hún fram 15. - 25. október 2013.  Í úrtakinu voru 1375 einstaklingar, af þeim svöruðu 548 könnuninni og þakkar Orkubú Vestfjarða þeim þátttökuna. Það er Orkubúi Vestfjarða mikilvægt að þekkja viðhorf og væntingar viðskiptavina sinna og mun starfsfólk Orkubúsins nýta niðurstöður
þjónustukönnunarinnar og leitast við að mæta væntingum viðskiptavina sinna enn betur.
Könnunina má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón