Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. október 2013
Prenta
Flogið aftur tvisvar í viku.
Nú í október byrjaði flugfélagið Ernir að fljúga aftur á fimmtudögum á Gjögur. Ernir eru með leiguflugvél frá Mýflugi til að sinna þessu flugi til Gjögurs á mánudögum og fimmtudögum. Ekkert hefur verið flogið á fimmtudögum í sumar eða í fjóra mánuði. Ernir flugu á einshreyfils flugvél til Gjögurs í sumar á mánudögum,og það gekk misjafnlega,því sú flugvél gat ekki flogið í blindflugi. Nú kemur póstur aftur á fimmtudögum með flugi í stað þess að koma með flutningabílnum á miðvikudögum eins og í sumar. Flutningabíllinn frá Strandafrakt er einnig með áætlun áfram á miðvikudögum til Norðurfjarðar út þennan mánuð. Þannig að það verður bæði flug og flutningabíll út þennan mánuð.