Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. október 2013
Prenta
Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. okt. 2013.
Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, tvö minniháttar óhöpp og ein bílvelta á Steingrímsfjarðarheiði, bifreiðin var ekki ökuhæf og flutt af vettvangi með dráttarbifreið, ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru kærðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Skemmtanahald fór vel fram um liðna helgi.
Lögregla vill koma á framfæri enn og aftur tilmælum til foreldra að sjá til þess að börn þeirra sem eru á reiðhjólum í umferðinni að þau séu ávallt með viðeigandi öryggisbúnað, hjálm, endurskin og ljós í lagi. Vart þarf að fara yfir það hversu nauðsynleg þessi öryggistæki eru.