Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. október 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. okt. 2013.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, tvö minniháttar óhöpp og ein bílvelta á Steingrímsfjarðarheiði, bifreiðin var ekki ökuhæf og flutt af vettvangi með dráttarbifreið, ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru kærðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Skemmtanahald fór vel fram um liðna helgi.

Lögregla vill koma á framfæri enn og aftur tilmælum til foreldra að sjá til þess að börn þeirra sem eru á reiðhjólum í umferðinni að þau séu ávallt með viðeigandi öryggisbúnað, hjálm, endurskin og ljós í lagi. Vart þarf að fara yfir það hversu nauðsynleg þessi öryggistæki eru.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón