Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. október 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 7. okt til 14. okt 2013.

 Fimm umferðaróhöpp vor tilkynnt til lögreglu.
Fimm umferðaróhöpp vor tilkynnt til lögreglu.

Umferðin í liðinni viku var frekar róleg í umdæmi Lögreglunnar á Vestfjörðum, en einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði. Þrátt fyrir rólegheit í umferðinni voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu.

Tvö óhöpp urðu þriðjudaginn 8. okt.,útafakstur í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, ekki slys á fólki, bifreiðin talsvert skemmd. Sama dag var útafakstur á Bíldudalsvegi/Hálfdán, þar hafnaði jeppabifreið niður fyrir veg, litlar skemmdir á bíl og ekki slys á fólki. Miðvikudaginn 9. okt, hafnaði bifreið á steypustöpli á bifreiðastæði við sjúkrahúsið á Ísafirði, skemmdir urðu á tveim bílum vegna þessa óhapps, en ekki slys á fólki. Aðfaranótt laugardagsins 12. okt., hafnaði bifreið út fyrir veg á Barðastrandarvegi/Kleifaheiði. Bifreiðin óökuhæf, ökumaður eitthvað lemstraður og fór á Heilsugæsluna á Patreksfirði til skoðunar. Sunnudaginn 13.  okt ., varð bílvelta á Djúpvegi við Reykjanes, þar var ökumaður einn á ferð og var hann fluttur með sjúkrabíl á fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.  Bifreiðin óökuhæf.

Sunnudaginn 13. okt., varð vinnuslys við Sundahöfn á Ísafirði þegar verið að leysa landfestar á strandflutningaskipinu HORST B, einn skipverja klemmdist þegar verið var að draga landfestar um borð.  Hann var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.  Um minniháttar áverka var að ræða og að lokinni skoðun var hann fluttur  aftur til skips.

Laugardaginn 12. okt var óskað aðstoðar að húsi við Sigtún á Patreksfirði, en nóttina áður hafði kviknað í hátalara, tengdum heimabíósamstæðu.  Það mun ekki hafa verið mikill eldur, enda hátalarinn lítill, en talsvert sót hafði komið.  Ekki aðrar  skemmdir í íbúðinni eða innanstokksmunum.

Skemmtanahald var með rólegra móti  í umdæminu um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
Vefumsjón