Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. nóvember 2013
Prenta
Vígdís Gríms les úr bók sinni í Edinborg.
Opin bók bókmenntavaka.
Hinn sívinsæli viðburður Opin bók hefur verið haldin í Menningarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði í nóvember ár hvert og verður hún að sjálfsögðu á sínum stað nú í ár og verður laugardaginn 23. nóvember klukkan 16:00. Að vanda munu Íslenskir rithöfundar koma og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Að þessu sinni koma fimm rithöfundar sem hafa gefið út bók á árinu. Í ár eruð það Vígdís Grímsdóttir sem les upp úr nýrri bók sinni Dísusaga,Finnbogi Hermannsson,sem flytur erindi,og þá rithöfundarnir Þórunn Valdimarsdóttir,Jón Óttar Ólafsson og Eiríkur Guðmundsson,sem lesa úr bókum sínum.