Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. nóvember 2013 Prenta

Tinna borgar lífgjöfina.

Tinna og hrútlambið sem hún kom með heim,og launaði lífgjöfina.
Tinna og hrútlambið sem hún kom með heim,og launaði lífgjöfina.

Á Krossnesi í dag  þegar fé var tekið inn á gjöf og til rúnings og smalað saman af heimalandi og eiðibýlinu Felli kom um mánaðar gamalt lamb með féinu úr Fellsdalnum. Móðurinni sem heitir Tinna var sleppt út í vor sem geldri á jafnt og hrútum, sem oftast er gert til að fá pláss vegna sauðburðarins. Svo hefur hún komist í hrút fljótt eftir það og kemur nú heim með þetta vænlegasta hrútlamb. Tinna hefur verið gjöful ær gegnum árin, en hún er nú á tíunda vetri. „Úlfar Eyjólfsson  bóndi á Krossnesi segir að ekkert hafi verið tekið eftir því að Tinna hafi verið sverari um sig en aðrar ær um sláturtíð, en henni hafi verið gefið líf vegna þess hvað hún hafi verið frjósöm alla sína tíð, verið þrílembd og tvílembd alla sína tíð, og núna komið með þetta hrútlamb,hvort hún hafi átt fleiri veit engin og ekki hægt að segja til um.  En þessi ær hefur alltaf verið svolítið sérstök ær segir Úlfar.“ Vetrararlamb eða jafnvel jólalamb má því kalla þetta hrútlamb undan henni Tinnu á Krossnesi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Norðurfjörður I -2002.
  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
Vefumsjón